Uppgjör!!!!!!

Já góðir félagar þá er kominn tími til að tjá sig opinberlega um rekstrarafkomu síðustu gangna.

Þrátt fyrir erfitt og á köflum óhagstætt fjárstreymi má segja að miðað við aðstæður í þjóðfélaginu sé gaman að segja frá því að rekstrarafgangur var ENGINN þetta árið á Núpsheiðinni.

Farið var í dag í seinni leitir og kom á á daginn að sáralítið fjármagn var á heiðunum almennt, ég sótti við annan mann tvö lömb norðaustan við Hávaðavatn sem voru ættuð suðvestan okkar girðinga og geri ég ráð fyrir að þau hafi komið í gegn eftir að við vorum þar á ferð svo það telst ekki með.

Félagi okkar tók þá ákvörðun að leyfa einni rollu með lamb að vera um sinn við Kílinn en eftir að hann hafði talað við þær "Einar" um stund kom hann þeim í skilning um að þær yrðu að hafa sig heim fljótlega og sennilega hefur það virkað því ekkert sást til þeirra á þeim slóðum.

Hinsvegar var rolla við hliðið á Húksheiði og önnur til í Fellinu svo og lamb upp með Vesturá, hvorug ærin svipaði til lýsinga á þeirri sem Einar hitti en lambið sem eitt var á flakki er talið svipa til þess sem var við Kíl og eftir að það var fangað og yfirheyrt er rollan talin hafa hafa látist af slysförum í kjölfar þess að reyna að þóknast Einari að koma sér heim sem fyrst.

Þar með getum við ekki annað en verið nokkuð sátt með okkar þátt í rekstri á þessum heiðum árið 2008 og vona ég að árið 2009 verði rekstrarafgangur ekki meiri en það verður tíminn að leyða í ljós.

Svona rétt að lokum vil ég þakka mínum mönnum og konum kærlega fyrir þann tíma sem við eyddum saman á Núpsheiðinni og alla þá aðstoð sem var veitt við að komast inn í nýja djobbið.

Svo svona rétt að lokum langar mig til að koma því á framfæri að gaman þætti mér ef Gísli Einars yrði heldur fyrr á dagskrá með Út og Suður að ári ef mögulegt væri annars er það bara mín bón og endurspeiglar ekki á nokkurn hátt vilja þjóðarinnar.

Takk í bili Tóti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gísli Einarsson er víða vinsæll :-)

Ég setti inn svipmyndir frá réttum. Gæðin eru ekki góð þó svo þau hafi verið þokkaleg áður en þau fóru inn á síðuna.

olof (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:24

2 identicon

Gott með rekstarafganginn...Nú erum við sko að smala saman ! 

Flottar svipmyndir Ólöf...Rosalega flott klippt ;O) 

Sól (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:40

3 identicon

Jú sæl verið þið.

Það er nú gott að fjan... kindin skildi nú láta sig hverfa. Við Jón "smyglari" vorum orðnir ansi þreyttir á henni, og hún sjálfsagt á okkur líka.

Það var annars með blendnum hug að ég lét Stínu frænku eftir rekstrarplássið mitt á laugardeginum. En hún hafði virkilega gaman af niður rekstrinum, enda varla annað hægt í svona einvala hópi. Ég kem með ykkur á næsta ári.

Kveðjur úr Mosó.

Einar.

Einar (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband