Punktar 2010

Það var svo endalaust margt sem gerðist og skeði að það er erfitt að sirka út það helsta en hér koma nokkriri punktar... 

 #  50 fiskar á færibandi...

#  Svakalega gott veður - hitinn var svo svakalegur innan klæða hjá Rafni að síminn hans bráðnaði...

#  Brúnaðar kartöflur og bernes...getur það orðið betra???

#  Haffi Haff

# Gordjöss

#  Jón Ársæll skaut upp kollinum annað slagið :O)

#  Hringur hans Sveins lærði að hlýða EKKI eftir farandi skipunum:  NEI - SESTU - KOMDU!!!!!!!!!

#  Svo stórt gat var á girðingunni milli okkar og Borgfirðinga að fylfull meri gat staðið þar í án þess að illa færi um hana....gangnastjórinn fann eina svolleiss og stilli upp í gatið fyrir myndatöku...

#  Sveinn steikti og steikti og steikti svaka góðan seeelung...En klikkaði á lauknum og blómkálinu...sjitt maður...

#  Tarzan var á staðnum....

#  Powernapping er greinilega málið - einstakur hæfileiki að geta sofnað HVAR sem er hvenær sem er....

#  Bleikur fyrrverandigangnastjórahestur sökk upp að eyrum í síðustu flánni á heiðinni...En hafði sig upp með góðri hjálp...

#  How are yoooouuuuu doing??

#  Óli fékk sitt árlega obbnaæmi....hann er að fara í göngur til Rússlands!  Ætlar að smala saman rússneskum lamadýrum...

#  Seksti var all svaðalegur drykkur...eða varetta bara okologist spritt ???

#  Magnús F fékk bjór oní stígvélið...alveg óvart...

 # Það ringdi eldi og brennisteini á milli þess sem sólin skein og hló að fíflunum sem voru ekki með vatnsföt....

#  Júgursmyrsl...hmmmm...

#  Sumir misstu rassinn út úr buxunum...en voru sem bbeeeeetur fer í nærjum.....hehehehe

#  Jón Bergmann fór í andlitsbað...Hey...já og Spa á eftir!!!

#  Merkjasteinn var á sínum stað og Þurravatn var já...verulega þurrt...

#  Stórveisla á Haugi...eins og venjulega :O)

#  Frábær tími...eins og venjulega :O)

Takk kærlega allir fyrir síðast - Kveðja Sólrún


Af hverju að fara í göngur?

Að fara í göngur er mikil tilhlökkun hjá þeim sem það stunda.  Spennan fer stigvaxandi um leið og byrjað er að undirbúa fjallferð. Stemningin er skemmtileg þegar gangamenn leggja af stað upp í skála og nær svo hámarki í skálanum um kvöldið. Þegar smalað er niður daginn eftir kemur aftur þessi spenna en þá er hún orðin magnþrungin. Gangamenn tínast út á línu og svo er smalað niður. Á leiðinni niður losnar um spennuna hægt og rólega og við heiðargirðingu uppsker fólk sigurvímu.

Það sleppur engin við þessar tilfinningar, hrossin eru næm á hvað er í aðsigi og þegar er verið að leggja við trússana og undirbúa hestalestina að fara niður þá er spennan svo magnþrungin að mig hefur flökrað. Á svoleiðis stundu ákveður maður að fara ekki oftar, "þetta er auðvitað rugl".

Lestarstjóri hleypir út og hrossin taka strauið heim. Við erum komin á kappvöll sem er grjót og mýrar. Allt er lagt í sölurnar til að rétt stefna sé tekin og svo þarf að hægja á hrossunum þegar tækifæri gefst til þess. Spennan líður ekki frá fyrr en komið er niður að heiðargirðingu. En þegar þangað er komið upplifum við sigurvímu.

Pálmi söng "Gleðin er besta víman" hún er ágæt en þessi er bara miku meiri.

Svo kemur að því að fólk mettast af þessari vímu. Guðmundur á Neðranúpi ætlar aldrei aftur í göngur. Ég bíð enn þá eftir að minn tími sé búin. Þetta er auðvita rugl. :-)

Hlakka til að sjá ykkur öll á Núpsheiði 2010

Bkv Olof

 


Essasú ??

Þá eru göngurnar búnar, að vanda voru margir frasar í gangi og mikið grín og gaman! 

Eins og alltaf Smile

# Óli Jóhann á án efa frasann....Essasú...þar sem hann auglýsti Vodafone í bak og fyrir!

# Eiríkur og Már (Húksheiðarmenn) gistu eina nótt í flotta skálanum okkar og ollu miklu uppnámi (eða BARA Eiríkur) með hrotum, stunum og látum um miðja nótt.  Einnig tjáði hann sig töluvert á rússnesku....Eiríkur kannaðist ekki við neitt af þessum atriðum...Hann hrýtur nefnilega aldrei, stynur aldrei og talar deftínetlí ALDREI rússnesku....

# Tiltölulega snemma á fimmtudeginum viðurkenndi Már að hann hefði dreymt að hann væri á gönguskíðum....en bara með einn staf...Þá er alla vegana komin skýring á stununum....hehehe...

# Veðrið var svakalega gott...eiginlega of heitt meira að segja!

# Börkur sá stóran stein...sem gat samt ekki verið steinn því hann var svo ólíkur steini í laginu....Seinna kom í ljós (þrátt fyrir að hann hafði innbyrt kanabisfræ í morgunmat) að steinninn var haförnShocking

# Það var gubbað í stígvél Sick Óli Jóhann fékk bingó!

# Svenni steikti alla 12 fiskana sem veiddust (ef það var bein þá hafði Mási flakað þann fisk).  Sveinn er góður kokkur og steikti lauk á sinn einstaka hátt. Með tveimur dössum af sírópi og einu dassi af púðursykri...

# Jón B. fékk vipplasáverka og óó á ennið!

# Það var fullt af mýflugum í mýflugumynd.

# Bjartmari nokkrum fannst göngurnar fullauðveldar og hljóp fram og til baka til að tapa ekki púlsinum niður þegar það var stopp hjá línunni.  Honum fannst þetta bara vera pís of keik....     Hann kemur ekki með aftur....hehehehe

# Börkur var frekar fölur...

# Sr. Magnús fór á kostum að vanda, frumflutti tvö lög og söng svo gamla slagara í massavís....Flottur...

# Gísli Grétar fór hamförum í söng- og textagerð...Bara flottur...

# Arnar Ingi er í Start klúbbnum FootinMouth hummm??

# Kirkjuklukkunum var hringt oft og mörgum sinnum!

# Mikið sungið...

# Lítið hægt að sofa...

# Big Ben

# Nýja náðhúsið bara snilld...fatta samt ekki alveg spaðann á toppnum...eða er'etta rass?  Í bala?

# Norður, suður, austur, vestur??

# Klikkuð hross gerðu mönnum lífið leitt!

 

Og svo framvegis...það gerðist auðvitað alveg heill hellingur í viðbót...Þetta er alltaf ótrúlega skemmtilegt og ómissandi viðburður í amstri hversdagsleikans....W00t

Þeir sem tóku myndir endilega henda þeim inn og kommenta og skrifa meira...Gaman væri líka að gangnastjórinn myndi tjá sig opinberlega...En hann er líklegast farinn að sofa núna.....Enda er klukkan löngu orðin tíu!!!

Kveðja Sólrún Guðfinna Wink


Nýjar myndir af Náðhúsinu!

Vegna mikila tala um náðhús vors hjá Núpsheiðarskála varð ég að henda inn nokkrum myndum af þeirri rómuð vinnuferð og leyfa fólki að sjá þá miklu byggingu áður en fólk byrjar að streyma í það til að nota! :)

Kv Big Ben

 


Náðhúsið

Kominn er annar dagur og annar texti. Að þessu sinni við þjóðhátíðarlag Egó ,,Eyjan græna" og er í raun réttri lofsöngur um náðhúsið sem nokkrir vaskir menn reistu og tengdu milli Jónsmessu og júníloka. Fyrra erindið fjallar um þær nauðir sem menn þurftu að líða í gegnum aldirnar þegar allt varp fór fram í hlaðvarpanum í Urðhæðinni. Kom fyrir að menn lentu í ógöngum (betra er lenda í göngum en ógöngum!) bæði þegar þeir gengu um varpið eða voru að þétta varpsarpinn annars vegar vegna veðurfarslegrar þoku og hins vegar vegna þoku frá varpinu sjálfu. Til eru sannar lygasögur af mönnum sem skiluðu sér aldrei aftur eftir að hafa skilað af sér! 

Seinna erindið er upptalning á þeim rösku og vösku mönnum sem velgjörðarverkið unnu. Viðlagið er alltaf sami lofsöngurinn líkt og í orginallaginu hjá Bubba.

Njótið heil

M&M

 

Náðhúsið

Náðhúsið, nægir vel okkar þörfum /

Náðhúsið, okkur sem hérna störfum. /

 

Um langan aldur í nepjunni, létum við okkur nægja /

losun í villtri náttúrunni - fórum þar okkur að hægja. /

Um miðja nótt neyddist fólk til að fara /

úr fleti í glóandi hægðum sínum /

sumir í myrkrinu villir vegar /

úr varpinu snéru‘ ei aftur! /

 

Náðhúsið, nægir okkar þörfum /

Náðhúsið, oss sem hérna störfum. /

 

Í júnílok hjóluðu fram um heiðar /

hægðum í skjóli að koma til leiðar. /

Tóti tengill og Big Ben /

trylltu með Gunnari um mýrar og fen /

Krissi kíminn og sposkur á svip /

kímdi‘ ef hjá Óla‘ úr vör lak hrip, /

en vagg og velta og óttalegt skak /

á Valtra hjá Rabba sem lestina rak! /

 Náðhúsið, nægir vel okkar þörfum / Náðhúsið, okkur sem hérna störfum. /

 


Önnur tilraun

 Það kom allt í belg og biðu í fyrstu tilraun. Hef núna skástrik á milli braglína svo menn átti sig betur.

Kærlig hilsen 

Gerum öll fjallskil 

Gerum öll fjallskil /

það er kominn heldur betur tími til /

að frelsa þig, /

þú fæðir mig. /

Ég flutti‘ þig ávalt fram að vori /

fram um holt og flá. / 

Tóti taldi‘ ég skyldi að hausti leita‘ að þér /

ég sagði já. / 

Svo leið gangadagur allur /

dofnaði vonarglóð /

Mér fannst ég alltaf vera að elta tófuskott /

og minkaslóð. /

Loksins fann ég þig /

gat bara ekki gripið þig /

það var hanski á minni hönd. /

Loksins fann ég þig /

kominn tími til að gera á fjöllum skil /

og frelsa þig. /

Hoooj /

Hoooj /

Við eltumst undir heiðum himni /

ég leit í augun þrá /

þau tjáðu allt um stundarsturlun þar og þá /

þau sögðu frá. /

Loksins fann ég þig ... uhhh /

þú sprengdir mig. /

Loksins fann ég þig /

gat bara ekki gripið þig /

það var hanski á minni hönd. /

Það má eiga sig /

þetta lið sem nennir ei að elta þig /

og frelsa þig. /

Loks þú hljópst á mig /

og ég kútveltist um þig /

fleygði hanska af minni hönd. /

Hvorki veit né skil /

hví í göngunum ég gef mér tíma til /

að elta þig. /

Þú klæðir mig, /

þú fæðir mig.


Gerum öll fjallskil

Kominn er dagur og gangnatexti að lokinni drjúgri næturvinnu. Textinn er ástarljóð og saminn við Sálarlagið Kominn tími til og fjallar um hina þverstæðukenndu ást íslenska sauðfjárbóndans á íslensku sauðþráu sauðkindinni og allt það erfiði sem hann leggur á sig til að hún komist fram á fjall að vori og skili sér af fjalli á hausti. Í göngunum hleypur hún út og suður og bóndinn á eftir og sprengir sig - allt fyrir íslensku sauðkindina - allt vegna þess að hún fæðir hann og klæðir.

Njótið heil!

 

Gerum öll fjallskil Gerum öll fjallskilþað er kominn heldur betur tími til

að frelsa þig,

þú fæðir mig. Ég flutti‘ þig ávalt fram að vorifram um holt og flá.  Tóti taldi‘ ég skyldi að hausti leita‘ að þérég sagði já. Svo leið gangadagur allurdofnaði vonarglóðMér fannst ég alltaf vera að elta tófuskottog minkaslóð. Loksins fann ég þiggat bara ekki gripið þigþað var hanski á minni hönd.Loksins fann ég þigkominn tími til að gera á fjöllum skilog frelsa þig. HooojHoooj Við eltumst undir heiðum himni ég leit í augun þráþau tjáðu allt um stundarsturlun þar og þáþau sögðu frá. Loksins fann ég þig ... uhhhþú sprengdir mig. Loksins fann ég þiggat bara ekki gripið þigþað var hanski á minni hönd.Það má eiga sigþetta lið sem nennir ei að elta þigog frelsa þig. Loks þú hljópst á migog ég kútveltist um þigfleygði hanska af minni hönd.Hvorki veit né skilhví í göngunum ég gef mér tíma tilað elta þig.  Þú klæðir mig, þú fæðir mig.

 


Engar helv...kreppugöngur!

Jæja...

...þá er ótrúlegt en satt aftur alveg að koma að göngum Crying ...ég get bara ekki tára bundist yfir þessu öllu saman....IIIIiiii Djók W00t

Veðrið hér norðan heiða hefur ekki verið til að hrópa húrra yfir síðustu daga.  Kalt, kalt og já rigning...Þannig að það er hæpið að það verði eins þurrt og í fyrra því þá ringdi jú ekkert fyrr en eftir göngur!!!Þetta er svona kommon sens dæmi skohh!! 

Annars er ágætt að veðrið sé svona fúlt núna því þá eru pottþétt minni líkur á að það verði svona í göngunum sjálfum...Eða er það ekki alveg kommon sens??

Mér skilst að einhverjar mannabreytingar verði nú í komandi göngum...en það er nú kannski gangnastjórans að tjá sig um það opinberlega Wink

 Svo finnst mér að það eigi að vera bannað að tala um kreppu, Björgúlf, Straum Burðarás, Finn Ingólfsson og útrásarvíkinga um leið og við komum fram fyrir heiðargirðingu...Díll???

 Hlakka til að sjá alla Útrásarsmalamennina í góðum gír!

XOXO Sól í heiði Tounge

Ef einhverjir fleiri vilja setja inn pistla erum alla vegana ég og Ólöf með lykilorð inn á síðuna og sendum það með einstaklega glöðu geði til þeirra sem það vilja...

 


Uppgjör!!!!!!

Já góðir félagar þá er kominn tími til að tjá sig opinberlega um rekstrarafkomu síðustu gangna.

Þrátt fyrir erfitt og á köflum óhagstætt fjárstreymi má segja að miðað við aðstæður í þjóðfélaginu sé gaman að segja frá því að rekstrarafgangur var ENGINN þetta árið á Núpsheiðinni.

Farið var í dag í seinni leitir og kom á á daginn að sáralítið fjármagn var á heiðunum almennt, ég sótti við annan mann tvö lömb norðaustan við Hávaðavatn sem voru ættuð suðvestan okkar girðinga og geri ég ráð fyrir að þau hafi komið í gegn eftir að við vorum þar á ferð svo það telst ekki með.

Félagi okkar tók þá ákvörðun að leyfa einni rollu með lamb að vera um sinn við Kílinn en eftir að hann hafði talað við þær "Einar" um stund kom hann þeim í skilning um að þær yrðu að hafa sig heim fljótlega og sennilega hefur það virkað því ekkert sást til þeirra á þeim slóðum.

Hinsvegar var rolla við hliðið á Húksheiði og önnur til í Fellinu svo og lamb upp með Vesturá, hvorug ærin svipaði til lýsinga á þeirri sem Einar hitti en lambið sem eitt var á flakki er talið svipa til þess sem var við Kíl og eftir að það var fangað og yfirheyrt er rollan talin hafa hafa látist af slysförum í kjölfar þess að reyna að þóknast Einari að koma sér heim sem fyrst.

Þar með getum við ekki annað en verið nokkuð sátt með okkar þátt í rekstri á þessum heiðum árið 2008 og vona ég að árið 2009 verði rekstrarafgangur ekki meiri en það verður tíminn að leyða í ljós.

Svona rétt að lokum vil ég þakka mínum mönnum og konum kærlega fyrir þann tíma sem við eyddum saman á Núpsheiðinni og alla þá aðstoð sem var veitt við að komast inn í nýja djobbið.

Svo svona rétt að lokum langar mig til að koma því á framfæri að gaman þætti mér ef Gísli Einars yrði heldur fyrr á dagskrá með Út og Suður að ári ef mögulegt væri annars er það bara mín bón og endurspeiglar ekki á nokkurn hátt vilja þjóðarinnar.

Takk í bili Tóti. 


Höfum við gengið til góðs?

Komin er vika síðan lagt var upp með hesta fram á fremstu bæi og þar með lagt upp í fyrsta áfanga gangnanna. Því er eðlilegt staldra við um stund og horfa um öxl og velta fyrir sér hvort gengið hafi verið til góðs, götuna fram eftir veg í margfaldri merkingu.

1. Hvernig gengu hestarnir? Var það brokk eða tölt eða blanda hvoru tveggja = brölt?!

2. Hvernig smalaðist? Hversu mikið af metanlegu fjármagni varð eftir inn á ómetanlegum afréttinum?

3. Hvernig var menningarlífið og menningarnóttin í skála?

Það er ljóst að hestarnir gengu bæði upp og ofan. Einnig er ljóst að göngurnar gengu upp því féð smalaðist ofan nema þær tvær afvelta ær sem gangnastjórinn aflífaði sitt hvoru megin sama holts vestarlega í Geilum og heitir þar síðan Grafarholt.  Sagnir herma að fjallkóngur hafi gert þetta með ,,einari " þar eð hann var með aðra hönd á stýri á leið í útkall á austurkantinn að aðstoða Jón Magg með sturlað stóð er stefndi til jökla. Þangað kom og að fyrrverandi fjallkóngur. Var Jón þá búinn að hæna að sér höfuðhrossin með því að herma eftir Þokkakögglum og útdeila blönduðum ávöxtum og Síríus-súkkulaði og temja nokkur tryppi og venja þau við nokkur grunnatriði eins og keyri og písk. Tókst þeim frændum og feðgum að snúa hrossunum til hafs og skiluðu þau sér til réttar. Jón ku ekkert taka fyrir tamninguna aukalega enda var hann þarna á ,,fullu" kaupi sem gangnamaður og átti þarna leið um hvort eð er. Má því segja að hann sendi eiganda tryppanna kveðju með hógværum og frægum orðum skáldsins frá Gljúfrasteini: ,,Er nokkuð fleira sem ég get gert fyrir yður?!"

Menningarnóttin var hefðbundin og byrjaði að kveldi dags. Fyrrverandi fjallkóngur var búinn að taka upp kartöflur, veiða og flaka fisk. Hesta-Sveinn steikti fiskinn faglega að vanda. Kvöldvöku gangsetti fjallkóngur með því að leggja mönnum línurnar og lesa upp línuna. Gangnastjóraskipti fóru fram því næst með hlýju handabandi. ,,Samskonarson" söng síðan nokkra frumsamda gangnasálma við undirleik Jóns Bergmanns sem sló á létta strengi. Einari Björnssyni var að því loknu fært dragspil að gjöf gegn því að það yrði staðsett í Urðhæð um aldur og ævi og Einari gert að spila á það í jafnlangan tíma. Eftir það þandi Einar dragspilið við almennan safnaðarsöng meðan menn höfðu vakandi auga og syngjandi sál. Menningarnótt lauk með því að Gísli Einarsson gekk lotinn út og suður og tók viðtal við bræðurna á Útistöðum sem eru fjórir að tölu að Siggu systur meðtalinni en þeir eru synir Jóns og þeirra systkina.

Nú andar suðrið og ég bið að heilsa

M&M  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband