Af hverju að fara í göngur?

Að fara í göngur er mikil tilhlökkun hjá þeim sem það stunda.  Spennan fer stigvaxandi um leið og byrjað er að undirbúa fjallferð. Stemningin er skemmtileg þegar gangamenn leggja af stað upp í skála og nær svo hámarki í skálanum um kvöldið. Þegar smalað er niður daginn eftir kemur aftur þessi spenna en þá er hún orðin magnþrungin. Gangamenn tínast út á línu og svo er smalað niður. Á leiðinni niður losnar um spennuna hægt og rólega og við heiðargirðingu uppsker fólk sigurvímu.

Það sleppur engin við þessar tilfinningar, hrossin eru næm á hvað er í aðsigi og þegar er verið að leggja við trússana og undirbúa hestalestina að fara niður þá er spennan svo magnþrungin að mig hefur flökrað. Á svoleiðis stundu ákveður maður að fara ekki oftar, "þetta er auðvitað rugl".

Lestarstjóri hleypir út og hrossin taka strauið heim. Við erum komin á kappvöll sem er grjót og mýrar. Allt er lagt í sölurnar til að rétt stefna sé tekin og svo þarf að hægja á hrossunum þegar tækifæri gefst til þess. Spennan líður ekki frá fyrr en komið er niður að heiðargirðingu. En þegar þangað er komið upplifum við sigurvímu.

Pálmi söng "Gleðin er besta víman" hún er ágæt en þessi er bara miku meiri.

Svo kemur að því að fólk mettast af þessari vímu. Guðmundur á Neðranúpi ætlar aldrei aftur í göngur. Ég bíð enn þá eftir að minn tími sé búin. Þetta er auðvita rugl. :-)

Hlakka til að sjá ykkur öll á Núpsheiði 2010

Bkv Olof

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mögnuð lýsing Ólöf, hlakka til að sjá ykkur öll, spennan er að stigmagnast, hrossin hreyfð, hjólið sjænað, bollur steiktar, brauð bakað, reiðtygi áborin og ég veit ekki hvað og hvað:)

Kv Kiddý

Kiddý (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 16:21

2 identicon

þetta fer allt að koma ;)

Hafdís (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband