Færsluflokkur: Bloggar
11.9.2007 | 14:40
Ósóma
Eitt skuggalegt skýli á hæðum
skáli kenndur við urð.
Þar skiptu menn ekki' um skoðun
skutu keytu' út um hurð.
Ömurleg var sú vist
vart gat flöskustút kysst,
aðeins rúnir í bálkana rist.
Sviti og súrir fætur
saman runnu þar í eitt.
Gustur úr gangnamönnum
gerðu lífið mér leitt.
Ömurleg var sú vist
vart gat flöskustút kysst,
aðeins rúnir í bálkana rist.
Ömurleg var sú vist
hafði' á víni' enga lyst,
deyfðin huga og hjarta fékk gist.
En svo kom nýr skáli' og nú skálum við einatt
með blöndu guðaveiga.
Nóttin hún nýtist í sögur og söng og spil.
Skáldin öll yrkja og andagift virkja
er fjallaloftið teiga.
Svo fer Haukur kappi' að kyrja.
Svo fer Haukur kappi' að kyrja.
Ósóma. Jeeee. Ósóma.
Svo kasta menn sér í koju
fá sér kríunnar blund.
Rífa sig upp um rismál
ráða málum um stund.
Yndisleg er sú vist
nú ég sælu fæ kysst
er í Núpsheiðarskála fæ gist.
Yndisleg er sú vist
sæluna fæ ég kysst
er í Urðhæðarskála fæ gist.
MM
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 21:54
Heimur gangnamannsins
Þá er hin forna og rammíslenska hefð að fara í göngur orðin tölvutengd athöfn. Nú er hægt að endurupplifa stemminguna í gegnum bloggsíður. Kannski er framtíðin sú að við bloggum féð niður af heiðinni. Allavega geta þeir sem hingað til hafa ekki haft hugmynd um af hverju þeir eru að missa, nú komist í snertingu við heillandi heim gangamannsins. JM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)