Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2008 | 13:14
Sagan á bak við textann
Hátíðargangnatextinn að þessu sinni er saminn við lagið Ég er kominn heim sem er eftir ,,Erlend" en upprunaleginn textinn er eftir Jón Sigurðsson. Óðinn Valdimarsson söng þetta inn á plötu fyrir ca. 40 árum. Bubbi og Björn Jörundur endurútgáfu þetta lag á útmánuðum. Það var jarmið í Bubba í frasanum að ferðalokum ... sem kveikti í mér að gera gangnatexta við þetta lag. Upprunalegi textinn er rómantískt ástarljóð bæði í bókmenntalegum og tilfinningalegum skilningi.
1. Bókmenntalegum þar sem skáldið talar um hversu allt er fallegt í sveitinni og hversu gott er að koma þangað heim og byggja þar sinn bæ. Þetta er rómantísk átthagaást í anda Fjölnismanna og Jónasar frá Hriflu.
2. Tilfinningalegum þar sem skáldið lýsir þessari tilfinningu hvað það er gott að koma heim ef maður er ástfanginn og ef ástin manns er þar fyrir á fleti og maður sér sína sæng útbreidda. Líkt og allt landslag er fallegt í fallegu veðri þá er allt umhverfi fallegt og gott að vera þar sem ástin manns er.
Í þessum anda orti ég textann. Heiðin og fjöllin og jökullinn - alltaf jafn gaman að heimsækja öræfin og alltaf jafn gott að fara á heiðina hvernig sem viðrar - þar hittir maður vini og kunningja sem maður sér suma hverja ekki nema einu sinni ári, teygar guðaveigatár og smalar báðum tvílembunum niður á gangnadaginn samtals sex kindur.
M&M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 09:47
Nýr hátíðar-texti er kominn!
M&M sat við skriftir í nótt og nú er fæddur texti fyrir göngur 2008. Nýji textinn ber nafnið, Mér finnst ég kominn heim.
Þetta gerir það að verkum að það verður betra að ná sambandi við Magnús á leiðinni fram í skála, því eins og Núpsheiðarmenn vita þá hefur hann verið í tveimur heimum á framleið þar sem hann hefur verið að semja texta. Lagið sem Magnús valdi þetta árið er ekki síðra en það sem hann hefur valið áður og á eftir að hljóma um heiðina ásamt öllum hinum gömlu góðu.
Kærar þakkir til Magnúsar.
Bkv Olof
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 09:17
Mér finnst ég kominn heim
Er haustar að og húmið vex
á heiðina ég fer
saman safna sparifé
og sötra bjór með þér.
Í skála snotrum upp við urð
við eigum heiðaból
er lúnum eftir langan dag
oss ljær og veitir skjól.
Koníak teygum á kvöldin
kátína tekur þá völdin,
félögum fagna með höndum tveim
mér finnst ég kominn heim.
Að flöskulokum fer af stað
er föstudagur vex
undir fótinn landið legg
og leita að sauðum sex.
M&M
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 22:19
Nú erum við að smala saman !
Þá eru víst að verða foringjaskipti á Núpsheiðinni. Það gerist nú ekki oft, meiri festa í stjórnun þar en í Borginni. Hefði nú að mínu mati mátt klappa karlinn upp í nokkur skipti, hann hefur nú sjaldan eða aldrei verið sprækari. Það verður hins vegar bara + fyrir arftakann að hafa hann sér við hlið svona fyrstu 30 árin.
Því hafði verið spáð að um aldamótin myndi vanta þriðja Pál. Þegar þetta var ort hafði Páll á Mýrum lengi stýrt leitum, líkt og afi hans.
" Hann stjórnar leitum líkt og afi hans,
í einni af sveitum okkar fagra lands
Þó ýmsir hafi ódauðlega sál
um aldamótin vantar þriðja Pál"
Það er hins vegar Þórarinn sem nú stígur fram á völlinn að lokinni þriggja áratuga gangastjóratíð Rafns föður hans.
Um hann mætti etv yrkja:
Hann leitum stjórnar líkt og faðir hans
og leiðist ekki að stíga krappan dans.
Þótt raunar jafnist enginn á við Rafn
þá rekum allir stoltir "Tótasafn".
Skrifað með fyrirvara um óstaðfesta og etv. stórlega ýkta frétt um gagnastjóraskipti.
Einnig algjörlega ómeðvitaður um eigin IP tölu, veit varla hvað það er. Skyldi Kári Stef geta svarað því. "Tetta er algjörlega órekjanlegt... " og skrifað undir dulnefninu "Jón Magg"
PS. Upp hefur komið sú hugmynd að spila bingó á kvöldvökunni í göngunum og nota eingöngu IP-tölur.
Vista og Birta ( Á þetta ekki að Bárður og Birta ? )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 11:14
Núpsheiði 2008
Jæja þá er heldur betur farið að styttast í göngur...
- Ólöf er á fullu að græja húfur fyrir göngurnar. Það er ekki alveg komið á hreint hvernig að þessu verður staðið, þ.e. hvort eða hvað þær muni kosta, hvað eigi að standa á þeim o.s.frv. Endilega komið með hugmyndir í kommentin.
- ATH!! Rafn sem hefur verið gangnastjóri í 30 ár hefur sagt starfi sínu lausu og arftaki hans verður að öllum líkindum Þórarinn Óli
- EMineM hlýtur að vera búin að semja gangnalagið 2008
- Úúúú það verður líka komið rafmagn til ljósa í skálann okkar góða! Sett verður upp sólarsella um næstu helgi þá er komið ljós auk þess sem gasskynjari verður settur upp til öryggis!
- Undirbúningsvinna er hafin fyrir vatnsveitu og salernisaðstöðu...Er á þriggja ára planinu
- Svo verður voða gaman að fara í leikinn...Hver á æluna......ennnn það er nú alltaf sami maðurinn sem á hana svo það verður ekkert erfitt að giska á það..sei nó mor!!
- Jæja hverjir lesa þessa síðu?? Og hverjir eru geim í göngur??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2007 | 09:04
Með eða án þín
Einatt æða skjótt að mér
ágústlok og september
og ég sit við síma
legg mig í líma
legg við síma.
Fæ ég alla mína menn
mætir þú hér aftur enn
eða fer ég án þín
með eða án þín
með eða án þín vinur
já, ég fer með eða án þín.
Trausta tel ég Ingvar, Jón
Tóti reyndar missti sjón
og ég fer ei án þín.
Nappa Nilla fram með bjór
nýtur þegn með ekkert slór
og ég fer ei án þín
ég fer ei án þín
ég fer ei án þín, vinur!
Fram ég fer alls ekki án þín.
Viðlag:
Hooooj, hooooj, ég fer ei án þín
ég fer ei án þín, vinur!
Fram ég fer alls ekkert án þín.
Kartöflur ég kannski upp tek
kátínu og gleði vek
og ég fer ei án þín
Með miklum sóma ekki seinn
silung steikir Hesta-Sveinn
og ég fer ei án þín
ég fer ei án þín
ég fer ei án þín, vinur!
Ég svelt hér ef ég fer án þín.
Einn ég sit í djúpri sorg
syrgi Hauk frá Bræðraborg
og ég fer víst án þín
Andreu í kútinn kvað
karl þar braut í sögu blað
og ég fer víst án þín.
Ég fer víst án þín
ég fer víst án þín, vinur
Haukur minn, ég fer víst án þín.
Viðlag:
Hooooj, hooooj, ég fer víst án þín
ég fer víst án þín, vinur!
Haukur minn, ég fer víst án þín.
M&M
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 09:01
Bíddu Rabbi
Í hinsta sinn að Húki lágu spor mín
því ég hamingjuna fann ei lengur þar.
Því rölti' ég suður' í Rafnshúsin
Rafn var að leggja af stað
og lágum rómi hvíslaði til hans
Bíddu Rabbi, bíddu mín
bíddu því ég kem til þín
æ, ég hljóp svo hratt
að ég hrasaði og datt
Bíddu Rabbi, bíddu mín.
Ráðvilltur hann stóð um stund og þagði
stökk svo til og bauð mér nefið í, og sagði:
Vertu ávalt velkominn í veisluhöldin mín
Ég býð þér góði fóður, fisk og vín.
Ég sagði: ,,Bíddu Rabbi, bíddu mín
bíddu því ég kem til þín
:,:það ég segi satt
að ég fer á því flatt
ef að ég kem ei til þín:,:
M&M
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 21:42
Sama tíma að ári
Napur, Núpsheiðarmenn,
norðan blæs hann kári
Við sjáumst aftur senn;
sama tíma að ári.
M&M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 14:55
Söngur gangnamannsins
1)Ég hef allt líf mitt leitað að fé
í leitunum fæ frá vinnunni hlé
Þar eigra ég átta til sex
í andleysi sem stöðugt vex.
Viðlag:
Því held ég á heiðar, með tvo til reiðar
helsið er farið, og frelsið ég finn.
Áhyggjulaus, með áfengi á vörum
ég ávarpa hópinn minn.
2)Fyrst lagði' ég í leit á síðustu öld
þá leitað var, dag, nátt og kvöld
en nú brenna menn beint heim í hús
og brennivín teyga úr krús.
Viðlag:
:,:Því held ég á heiðar, með tvo til reiðar
helsið er farið, og frelsi ég finn.
Áhyggjulaus, með áfengi á vörum
ég ávarpa hópinn minn.:,:
MM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 14:47
Í göngurnar ég fer
Nú kominn er ég fram að Neðra-Núpi
Neðra-Núpi , Neðra-Núpi
Nú kominn er ég fram að Neðra-Núpi
og búinn að leggja á
Í göngurnar ég fer fer fer
Það býsna gaman er,er,er,
Ég þangað fer með þér, þér,þér
Já þetta er heljar her, her, her,
Nú fákana við látum spretta um mela
stoppum til dreypa á okkar pela
Við drulluskurði minnumst við hans Sela
Nú skálinn blasir við.
Á Urðhæðinni er, er, er
skáli sem ber ,ber ,ber
Af öðrum skálum hér, hér ,hér,
við skálum fyrir þér, þér ,þér.
Svo syngjum við tröllum lengi nætur
leggjum okkur til að fara á fætur
Rabbi hefur hér á öllu gætur
og ræsir klukkan sex
Við fáum okkur kex, kex,kex
kaffi og ekkert pex,pex,pex,
Tuborg, Gull og Becks ,Becks, Becks
Nú arka ég um holtin,fen og flóa
hvergi sé ég kind, en þarna er tófa
Með veikri röddu reyni samt að hóa
Ég þreyttur orðinn er.
Í göngurnar ég fór fór fór
drakk feikna mikinn bjór,bjór, bjór
Ég er syfjaður og sljór, sljór, sljór
og slitnir mínir skór, skór, skór
Nú ætla ég að skrúbba réttaskítinn
Síðan ætla ég á ball að lít´ inn
Þó einhver kannski haldi að ég sé skrítinn
Þá nokkuð sama er mér
Á réttaball ég fer fer fer
Það býsna gaman er,er ,er
Ég þangað fer með þér þér þér,
Og þú kemur með mér, mér, mér
JM
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)