Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Fótbolthundurinn mikli
Það er ekki skrítið þó Kódi hafi orðið æstur öðru hvoru í göngunum, hann hefur að sjálfsögðu verið að finna upp nýja skallatækni eins og glöggt má sjá á nýjustu myndum. Einar þú hlýtur að fyrirgega honum, hann var að hugsa um fótbolta eins og mér skilst að flest allt karlkynið geri.
Ásdís Olga (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 26. nóv. 2007
Frábært:)
Flott síða hjá þér Ólöf mín:)Gaman að sjá hvernig þetta fer allt saman fram. Flottar myndir og samsetningin frábær:) Kveðja Kiddý.
Kiddý (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. sept. 2007
Þakkir
Við Ólöfu: Fagleg ert og frökk flott er síðan þín. Hjartans heila þökk hafðu Ólöf mín. Við Núpsheiðarmenn: Napur, Núpsheiðarmenn, norðan blæs hann kári Við sjáumst aftur senn; sama tíma að ári. M&M
Magnús Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. sept. 2007
Rafn Ben.
Sælir Núpsheiðarmenn og bestu þakkir fyrir síðast,þetta var skemmtilegur tími eins og ævinlega og gaman að vera með svona samhentum hóp í leik og starfi.Nú á sunnudaginn kemur ætlum við að flugleita og þá kemur í ljós hvernig smalamennskan hefur gengið hjá okkur.Ólöf, ég sendi þér myndir sem við Benedikt tókum meðan á byggingu hestshúss Núpsheiðarmanna að Þverá stóð, kanski hafa einhverjir gaman að því að sjá þær. Þakka þér fyrir þetta glæsilega framtak sem þessi síða er.Baráttukveðjur til allra gangnamanna. Rabbi.
Rafn (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. sept. 2007
Yndislegt
Manni hlýnar um hjartaræturnar við að sjá allt þetta góða og skemmtilega fólk oftar en einu sinni á ári. Söngurinn er flottastur. Þrefalt húrra fyrir Ólöfu.... Kv. Ásdís
Ásdís Olga Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. sept. 2007