6.9.2009 | 22:35
Essasú ??
Þá eru göngurnar búnar, að vanda voru margir frasar í gangi og mikið grín og gaman!
Eins og alltaf
# Óli Jóhann á án efa frasann....Essasú...þar sem hann auglýsti Vodafone í bak og fyrir!
# Eiríkur og Már (Húksheiðarmenn) gistu eina nótt í flotta skálanum okkar og ollu miklu uppnámi (eða BARA Eiríkur) með hrotum, stunum og látum um miðja nótt. Einnig tjáði hann sig töluvert á rússnesku....Eiríkur kannaðist ekki við neitt af þessum atriðum...Hann hrýtur nefnilega aldrei, stynur aldrei og talar deftínetlí ALDREI rússnesku....
# Tiltölulega snemma á fimmtudeginum viðurkenndi Már að hann hefði dreymt að hann væri á gönguskíðum....en bara með einn staf...Þá er alla vegana komin skýring á stununum....hehehe...
# Veðrið var svakalega gott...eiginlega of heitt meira að segja!
# Börkur sá stóran stein...sem gat samt ekki verið steinn því hann var svo ólíkur steini í laginu....Seinna kom í ljós (þrátt fyrir að hann hafði innbyrt kanabisfræ í morgunmat) að steinninn var haförn
# Það var gubbað í stígvél Óli Jóhann fékk bingó!
# Svenni steikti alla 12 fiskana sem veiddust (ef það var bein þá hafði Mási flakað þann fisk). Sveinn er góður kokkur og steikti lauk á sinn einstaka hátt. Með tveimur dössum af sírópi og einu dassi af púðursykri...
# Jón B. fékk vipplasáverka og óó á ennið!
# Það var fullt af mýflugum í mýflugumynd.
# Bjartmari nokkrum fannst göngurnar fullauðveldar og hljóp fram og til baka til að tapa ekki púlsinum niður þegar það var stopp hjá línunni. Honum fannst þetta bara vera pís of keik.... Hann kemur ekki með aftur....hehehehe
# Börkur var frekar fölur...
# Sr. Magnús fór á kostum að vanda, frumflutti tvö lög og söng svo gamla slagara í massavís....Flottur...
# Gísli Grétar fór hamförum í söng- og textagerð...Bara flottur...
# Arnar Ingi er í Start klúbbnum hummm??
# Kirkjuklukkunum var hringt oft og mörgum sinnum!
# Mikið sungið...
# Lítið hægt að sofa...
# Big Ben
# Nýja náðhúsið bara snilld...fatta samt ekki alveg spaðann á toppnum...eða er'etta rass? Í bala?
# Norður, suður, austur, vestur??
# Klikkuð hross gerðu mönnum lífið leitt!
Og svo framvegis...það gerðist auðvitað alveg heill hellingur í viðbót...Þetta er alltaf ótrúlega skemmtilegt og ómissandi viðburður í amstri hversdagsleikans....
Þeir sem tóku myndir endilega henda þeim inn og kommenta og skrifa meira...Gaman væri líka að gangnastjórinn myndi tjá sig opinberlega...En hann er líklegast farinn að sofa núna.....Enda er klukkan löngu orðin tíu!!!
Kveðja Sólrún Guðfinna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.