Önnur tilraun

 Það kom allt í belg og biðu í fyrstu tilraun. Hef núna skástrik á milli braglína svo menn átti sig betur.

Kærlig hilsen 

Gerum öll fjallskil 

Gerum öll fjallskil /

það er kominn heldur betur tími til /

að frelsa þig, /

þú fæðir mig. /

Ég flutti‘ þig ávalt fram að vori /

fram um holt og flá. / 

Tóti taldi‘ ég skyldi að hausti leita‘ að þér /

ég sagði já. / 

Svo leið gangadagur allur /

dofnaði vonarglóð /

Mér fannst ég alltaf vera að elta tófuskott /

og minkaslóð. /

Loksins fann ég þig /

gat bara ekki gripið þig /

það var hanski á minni hönd. /

Loksins fann ég þig /

kominn tími til að gera á fjöllum skil /

og frelsa þig. /

Hoooj /

Hoooj /

Við eltumst undir heiðum himni /

ég leit í augun þrá /

þau tjáðu allt um stundarsturlun þar og þá /

þau sögðu frá. /

Loksins fann ég þig ... uhhh /

þú sprengdir mig. /

Loksins fann ég þig /

gat bara ekki gripið þig /

það var hanski á minni hönd. /

Það má eiga sig /

þetta lið sem nennir ei að elta þig /

og frelsa þig. /

Loks þú hljópst á mig /

og ég kútveltist um þig /

fleygði hanska af minni hönd. /

Hvorki veit né skil /

hví í göngunum ég gef mér tíma til /

að elta þig. /

Þú klæðir mig, /

þú fæðir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flottur texti hjá þér Magnús.

Aðeins fengið lánað svona hér og hvar frá Sálarmönnum en þetta passar flott :-)

Venlig hilsen,

Palli.

Palli litli (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:31

2 identicon

Flottur texti Magnús...enda ekki við öðru að búast að þinni hálfu

Kveðja Sólrún

Sólrún (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband