24.8.2009 | 12:36
Gerum öll fjallskil
Kominn er dagur og gangnatexti að lokinni drjúgri næturvinnu. Textinn er ástarljóð og saminn við Sálarlagið Kominn tími til og fjallar um hina þverstæðukenndu ást íslenska sauðfjárbóndans á íslensku sauðþráu sauðkindinni og allt það erfiði sem hann leggur á sig til að hún komist fram á fjall að vori og skili sér af fjalli á hausti. Í göngunum hleypur hún út og suður og bóndinn á eftir og sprengir sig - allt fyrir íslensku sauðkindina - allt vegna þess að hún fæðir hann og klæðir.
Njótið heil!
Gerum öll fjallskil Gerum öll fjallskilþað er kominn heldur betur tími til
að frelsa þig,
þú fæðir mig. Ég flutti þig ávalt fram að vorifram um holt og flá. Tóti taldi ég skyldi að hausti leita að þérég sagði já. Svo leið gangadagur allurdofnaði vonarglóðMér fannst ég alltaf vera að elta tófuskottog minkaslóð. Loksins fann ég þiggat bara ekki gripið þigþað var hanski á minni hönd.Loksins fann ég þigkominn tími til að gera á fjöllum skilog frelsa þig. HooojHoooj Við eltumst undir heiðum himni ég leit í augun þráþau tjáðu allt um stundarsturlun þar og þáþau sögðu frá. Loksins fann ég þig ... uhhhþú sprengdir mig. Loksins fann ég þiggat bara ekki gripið þigþað var hanski á minni hönd.Það má eiga sigþetta lið sem nennir ei að elta þigog frelsa þig. Loks þú hljópst á migog ég kútveltist um þigfleygði hanska af minni hönd.Hvorki veit né skilhví í göngunum ég gef mér tíma tilað elta þig. Þú klæðir mig, þú fæðir mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.