Jáá sæll og jáá Fínt

Jamm vil bara þakka fyrir enn einar ógleymanlegar göngur og þann ógleymanlega hóp sem honum fylgir! Skál fyrir því Wizard

Setti nokkrar myndir með símanum mínum af hópnum sem fór degi til að t.d. gera skálan klárann og veiða silunginn sem Hesta-Sveinn steikti með stakri snilld, Takk fyrir mig Sveinn!

En því miður tók ég bara myndir til fimmtudagsnætur því núverandi gangnastjóri var búinn að tala svo mikið í sinn síma (Eins og hann fái borgað fyrir það!)  að síminn hans varð rafmagnslaus og hleðslutækið bilaði þá (Típíst!). Þannig að ég varð að fórna mínum síma svo hann geti nú haldið áfram að græða peningaSmile

En ég óska núverandi gangnastjóra til hamingju með titilinn og efast ekki um að hann haldi titlinum jafnlengi og fyrrverandi gangastjórinn, ef ekki lengur!

Þakka þér Jón Bergman fyrir að finna þessa flottu nikku og koma hana hana upp í heiðarskálann okkar og vona að þú verðir orðinn góður í iðrunum fyrir næstu göngur!

Nú er bara spurningin hvaða hljóðfæri verður fyrir valinu næsta ár? Menn hafa árið til að velta því fyrir sér!

En já ég hlakka að sjá ykkur öll og vonandi fleiri eftir 362 daga!!

Kveðja Ben

P.S. Þar sem ég var fyrstur til að svara áskorun Systu þá fæ ég síðasta sopan úr flöskunniWink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Ben....Ennnnnn jæææks hvað það var lítið eftir í flöskunni...ég setti það nú samt inn í hvelfinguna áður en Nilli var alveg alveg vaknaður  hehehe

Ég held að gangnastjórinn hafi verið fullgjafmildur á innihaldið m.v. hve lítið var eftir....hummm...við erum kannski að tala um bland í tvo kakóbolla...Eeeef góssið kemur ó-skemmt/drukkið undan vetri/sumri!!  Annars frábær viðbragðstími...Hilsen Sól

Sól syss (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband