7.9.2008 | 21:18
364 dagar í næstu réttir!!
Jæja þá eru göngur afstaðnar einu sinni enn. Alveg merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður er í góðra vina hópi að gera eitthvað skemmtilegt!
Nokkrir punktar:
* Muna aldrei að fara yfir girðingu...þá ertu sennilegast kominn yfir í Borgarfjörð!
* Ótrúlega hrekkjóttur gaur hann Gvendur í Koti
* Fiskveiðin gekk ágætlega og veiddist 31 silungur sem Hesta - Sveinn eldaði svo ofaní mannskapinn á fimmtudagskvöldið. Snillingur í að elda silung hann Sveinn...
* Magnús Magnússon fór svo á kostum (að vanda) á kvöldvökunni og þar tók hann svona "best of" syrpu...Þar má nefna "hittara" eins og "Bíddu Rabbi bíddu mín", "Ósóma", "Með eða án þín" og svo mætti áfram telja. Síðast en ekki sístur var svo frumflutningur á gangnalaginu 2008 sem var ógleymanlegur. Það verður gaman að vita hvernig lagið verður svo 2009
* Urðhæðarskáli er sennilegast einna best búni skáli á landinu hvað hljóðfæri varðar en þar er Rúmfatalagersgítarinn góði og svo dönsk harmonika sem hann Nonni B. hafði mikið fyrir að smygla til landsins....innvortis...hehehe...Einar Bess fór á kostum í undirspili á harmoniku og var bara gaman að syngja með!!
* Orðið "þarmaslakandi" var notað út í eitt!
* Magnús Frímann lenti í Gay Pride göngu með þeim Nonna B og Ben R. Þeir misstu sig aðeins, Ben á gjallarhornið og Nonni á flautuna! Hafði Frímann á orði að það eina sem vantaði voru leðurbuxur með götum fyrir rasskinnarnar jæææksss
* Nýji gangnastjórinn var undir mikilli pressu enda hans fyrstu göngur í þessu embætti. Þótti hann standa sig með afbrygðum vel og verður vonandi aftur stjóri!
* Sumir fóru seinna að sofa en aðrir og aðrir fóru fyrr að sofa en hinir...
* Sumir sváfu þvert á meðan aðrir sváfu beint!!!
* Spólað í berjum fram og til baka...þvílíkt magn maður!
* Börkur Smári á "Íslandsmet" í að stökkva yfir Kílinn. Sveif eina 5,40 metra...Vann sér inn stúlkukind í veðmáli við herra Níels. Hvaða stúlku...hummm?
* Börkur Smári á líka Íslandsmet í að hlaupa í kringum skálann í tengslum við drykkjuklappleik....hljóp á 19 sek...Geri aðrir betur!
* Nýji gangnastjórinn fékk að gjöf Whisky flösku sem að sextán menn í lest höfðu búið til...hvernig svo sem þeir fóru að því!
* Óli fékk heiftarlegt obbnæmi fyrir Nonna B....eða svo segir sagan!
* Bangsi bestaskinn, þrífætlingarnir, Benni Hill, Harrý og Heimir .............sei nó mor
* Ef maður borgar lélegum manni lélegt kaup...þá er það bara of mikið!
Svo var náttúrulega alltaf einhver snilld að gerast sem að er ekkert endilega byrtingarhæft á netinu! Húfurnar vöktu mikla lukku og það voru mjög margir sem hefðu viljað fá húfu og buff í réttunum en lagerinn var afar takmarkaður svo að það var því miður ekki hægt að verða við þeim óskum! Við vorum náttúrulega bara flottust....hehehe
Þakka fyrir frábærar göngur og hlakka til að sjá ykkur að tæplega ári liðnu!
Kveðja Sól í heiði!!!!
P.s. Mikið væri svo gaman aððí að þeir sem að tóku myndir myndu skella þeim inn á síðuna okkar!
Athugasemdir
Frábært að heyra að þetta var svona skemmtilegt.
Og hvernig eru iðrin í Jóni eftir smyglið :) Gott að heyra að það var hægt að nota dragspilið eitthvað. Það var nú ekkert lítið haft fyrir því að koma þessu til Íslands. Sammála Jón? Já ég held það bara.
Kveðja frá Danmörku,
Palli.
Palli (Einars bróðir) (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:02
Það var allavega ekki áreynslulaust að koma henni á skerið. Óli Jóhann á eitthvað á myndbandi af fyrsta laginu sem Einar tók á nikkuna og væri gaman ef hann gæti smellt því á netið. Held það hafi ekki verið meira pláss á minniskubbnum hjá honum.
Til hamingju aftur með Gangnastjórastöðuna Þórarinn og takk Rafn fyrir síðustu ár á heiðinni. Þetta er ógleymanlegur tími og er ég afar stoltur af því að hafa fengið að vera undir þinni stjórn. Ég vil annars þakka fyrir mig og tel ég það vera mikinn heiður að vera hluti af þessum góða og heilsteypta hópi. Sjáumst hress að ári.
Jón B (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:09
Gaman að sjá að það eru komnar inn myndir eins og skot og enn betra ef hægt er að rétt af nokkrar sem eru á hlið. Ég sé núna að húfurnar eru með töluverðu endurskini og ekki mjög góðar til að mynda í flassi, það gleymdist alveg að hugsa út það þegar þær voru valda hummm. Ég bíð spent eftir að fá að sjá hér video af kvöldvöku þar sem ég skrópaði í ár og misti af fluttining Magnúsar. Aftur á mót þá var það bætt upp að einhverju leiti þegar Magnús gerðist gestasöngvari á ballinu og tók þar Ósóma með miklum tilþrifum.
Takk fyrir skemmtilega helgi
Olof
"Nú erum við að smala saman", 8.9.2008 kl. 14:52
Ég get bara ekki orða bundist yfir því hvað þetta var svaðalega skemmtilegt og vel heppnað. Þórarinn, til hamingju með stöðuna. Þetta var algjörlega að gera sig og enginn byrjandabragur á þessu enda kallinn búinn að spæna yfir marga flána á heiðinni. Rafn, kærar þakkir fyrir alla þína stjórnartíð, þetta var öruggt allan tímann eins og þeir segja í boltanum enda ekkert ábyrgðarleysi á þeim bænum.
Magnað hvað maður er uppfullur af orku og jarðsambandi eftir svona púl, það er greinilega eitthvað við þetta enda frábær hópur og bullandi stuð og stemmning.
Kærar þakkir fyrir það og sjáumst að ári
Magnús Frímann (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.