25.8.2008 | 15:37
Húfumál og fleira!
Já góðan daginn!
Gaman að sjá hvað það er alltaf sama frábæra fólkið sem les þessa síðu
Ólöf og Sólrún eru loksins hér um bil búnar að koma húfu- og buff- málunum á hreint. Húfurnar/buffin verða seld saman á 1000 kr. sem er algört sportprís.
Það eru sex fyrirtæki hér í heimabyggð sem sponsera okkur: SláturhúsKVH, Forsvar, VHE Hvammstanga, Staðarskáli, Café Síróp og Sparisjóður Húnaþings og Stranda!! Takk kærlega fyrir frábærar undirtektir!
Stofnaður hefur verið reikningur í nafni Núpsheiðarmanna sem hægt er að leggja beint inná því þó það sé komið rafmagn upp á heiði er víst lélegt posasamband! Númerið verður þó ekki gefið upp hér af öryggisástæðum heldur verður það sent í pósti til gangnamanna!
Endilega kommentið svo og látið ykkar skoðun í ljós varðandi þessi húfu/buffmál. Það er náttúrulega alveg morgunljóst að við verðum langflottust
Svo eru það bola- pælingar, það er hægt að kaupa boli hjá NOVA (nova.is) á aðeins 790 kr og þá ræður maður sjálfur hvað á að standa á bolnum. Vitað er til þess að fólk hafi verið að kaupa boli sem stendur t.d. á: WHAT IS GOING ON?, THE PIPER, PIPER DOWN, EINA FLÖSKU CILLIT BANG OG ÞÚ ERT HRESS! Svo að dæmi séu tekin....hehehehe...Fólk verður svo bara að giska á hver á hvaða bol Endilega pantið ykkur bol og verið svooolið flott áðí! Það verður nefninlega sól og bongó í réttunum!!
Jæja nóg komið af krappi í bili! KOMMENTIÐ TAKK FYRIR !!
Yfir og út...
...Sól í heiði
Athugasemdir
lýst vel á þetta!
hvert á maður að leggja inn panntanir ?
sjáumst svo í göngum
kv.Hafdís
Hafdís Svava (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:05
Þið eru náttúrulega bara snillingar. Er með jb.sigfusson@gmail.com svo ég geti lagt inná reikning. Hlakka sjúklega til að hitta ykkur.
El mariachi.
Jón Bergmann (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:37
Get bara ekki beðið
fæ ég uppl. til að leggja inn á reiking.
olin@vodafone.is
Kveðja Óli Jóhann
Óli Jóhann (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.