Sagan á bak við textann

Hátíðargangnatextinn að þessu sinni er saminn við lagið Ég er kominn heim sem er eftir ,,Erlend" en upprunaleginn textinn er eftir Jón Sigurðsson. Óðinn Valdimarsson söng þetta inn á plötu fyrir ca. 40 árum. Bubbi og Björn Jörundur endurútgáfu þetta lag á útmánuðum. Það var jarmið í Bubba í frasanum að ferðalokum ... sem kveikti í mér að gera gangnatexta við þetta lag. Upprunalegi textinn er rómantískt ástarljóð bæði í bókmenntalegum og tilfinningalegum skilningi.

1. Bókmenntalegum þar sem skáldið talar um hversu allt er fallegt í sveitinni og hversu gott er að koma þangað heim og byggja þar sinn bæ. Þetta er rómantísk átthagaást í anda Fjölnismanna og Jónasar frá Hriflu.

2. Tilfinningalegum þar sem skáldið lýsir þessari tilfinningu hvað það er gott að koma heim ef maður er ástfanginn og ef ástin manns er þar fyrir á fleti og maður sér sína sæng útbreidda. Líkt og allt landslag er fallegt í fallegu veðri þá er allt umhverfi fallegt og gott að vera þar sem ástin manns er.

 Í þessum anda orti ég textann. Heiðin og fjöllin og jökullinn - alltaf jafn gaman að heimsækja öræfin og alltaf jafn gott að fara á heiðina hvernig sem viðrar - þar hittir maður vini og kunningja sem maður sér suma hverja ekki nema einu sinni ári, teygar guðaveigatár og smalar báðum tvílembunum niður á gangnadaginn samtals sex kindur.

M&M  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman aððí hvað fólk er virkt að kommenta...úúúpsss koma með athugasemdir!  Ég held að Jón hafi klúðrað þessu með IP tölunni og gjörsamlega farið meðða þegar Birta og Bárður komu til sögunnar;O)  Flottur texti hjá skáldinu okkar og gaman að fá svona útskýringar...Ósjálfrátt fer maður að hugsa um íslensku 313 minnir mig að það hafi heitið á Króknum!  Þetta verður svo BARA gaman að syngja saman...

Sól (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:16

2 identicon

Já sæææææll eigum við að ræða það eitthvað? En annars góður texti kominn í hús að vanda, vona bara að við finnum báðar rollurnað eins og venjulega(bara að þær séu ekki fluttar í Borgarfjörðinn). svo er bara að menn fari ekki að fara með langa IP tölu á kvöldvökunni????

tóti (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband