20.8.2008 | 09:47
Nýr hátíðar-texti er kominn!
M&M sat við skriftir í nótt og nú er fæddur texti fyrir göngur 2008. Nýji textinn ber nafnið, Mér finnst ég kominn heim.
Þetta gerir það að verkum að það verður betra að ná sambandi við Magnús á leiðinni fram í skála, því eins og Núpsheiðarmenn vita þá hefur hann verið í tveimur heimum á framleið þar sem hann hefur verið að semja texta. Lagið sem Magnús valdi þetta árið er ekki síðra en það sem hann hefur valið áður og á eftir að hljóma um heiðina ásamt öllum hinum gömlu góðu.
Kærar þakkir til Magnúsar.
Bkv Olof
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.