Nú erum við að smala saman !

Þá eru víst að verða foringjaskipti á Núpsheiðinni. Það gerist nú ekki oft, meiri festa í stjórnun þar en í Borginni. Hefði nú að mínu mati mátt klappa karlinn upp í nokkur skipti, hann hefur nú sjaldan eða aldrei verið sprækari.  Það verður hins vegar bara +  fyrir arftakann að hafa hann sér við hlið svona fyrstu 30 árin.

Því hafði verið spáð að um aldamótin myndi vanta þriðja Pál.  Þegar þetta var ort hafði Páll á Mýrum lengi stýrt leitum, líkt og afi hans.

" Hann stjórnar leitum líkt og afi hans,

í einni af sveitum okkar fagra lands

Þó ýmsir hafi ódauðlega sál

um aldamótin vantar þriðja Pál"

 Það er hins vegar Þórarinn sem nú stígur fram á völlinn að lokinni þriggja áratuga gangastjóratíð Rafns föður hans. 

Um hann mætti etv yrkja:

Hann leitum stjórnar líkt og faðir hans

og leiðist ekki að stíga krappan dans.

Þótt raunar jafnist enginn  á við Rafn

þá rekum allir stoltir "Tótasafn".

 Skrifað með fyrirvara um óstaðfesta og etv. stórlega ýkta frétt um gagnastjóraskipti.

Einnig algjörlega ómeðvitaður um eigin IP tölu, veit varla hvað það er. Skyldi Kári Stef geta svarað því. "Tetta er algjörlega órekjanlegt... " og skrifað undir dulnefninu "Jón Magg"

PS. Upp hefur komið sú hugmynd að spila bingó á kvöldvökunni í göngunum og nota eingöngu IP-tölur.

Vista og Birta  ( Á þetta ekki að Bárður og Birta  ? )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband