18.8.2008 | 11:14
Núpsheiði 2008
Jæja þá er heldur betur farið að styttast í göngur...
- Ólöf er á fullu að græja húfur fyrir göngurnar. Það er ekki alveg komið á hreint hvernig að þessu verður staðið, þ.e. hvort eða hvað þær muni kosta, hvað eigi að standa á þeim o.s.frv. Endilega komið með hugmyndir í kommentin.
- ATH!! Rafn sem hefur verið gangnastjóri í 30 ár hefur sagt starfi sínu lausu og arftaki hans verður að öllum líkindum Þórarinn Óli
- EMineM hlýtur að vera búin að semja gangnalagið 2008
- Úúúú það verður líka komið rafmagn til ljósa í skálann okkar góða! Sett verður upp sólarsella um næstu helgi þá er komið ljós auk þess sem gasskynjari verður settur upp til öryggis!
- Undirbúningsvinna er hafin fyrir vatnsveitu og salernisaðstöðu...Er á þriggja ára planinu
- Svo verður voða gaman að fara í leikinn...Hver á æluna......ennnn það er nú alltaf sami maðurinn sem á hana svo það verður ekkert erfitt að giska á það..sei nó mor!!
- Jæja hverjir lesa þessa síðu?? Og hverjir eru geim í göngur??
Athugasemdir
Hvað vill Ólöf fá að borða þegar hún kemur úr göngurnar? Það er mitt mesta áhyggjuefni
Anita Berith Jensen, 18.8.2008 kl. 11:47
Já sæææl Aníta! Ef að þetta eru allar áhyggjurnar þá eru þær ekki miklar!! Gefð´enni bara nóg að drekka
Sól (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:12
Ég vil fá KJÖT .......
Olof (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:12
Ég segi nú bara það sama og mér finnst að eigi að standa á húfunum : " Nú erum við að smala saman."
Jón M ( án IP tölu) (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.