11.9.2007 | 14:55
Söngur gangnamannsins
1)Ég hef allt líf mitt leitađ ađ fé
í leitunum fć frá vinnunni hlé
Ţar eigra ég átta til sex
í andleysi sem stöđugt vex.
Viđlag:
Ţví held ég á heiđar, međ tvo til reiđar
helsiđ er fariđ, og frelsiđ ég finn.
Áhyggjulaus, međ áfengi á vörum
ég ávarpa hópinn minn.
2)Fyrst lagđi' ég í leit á síđustu öld
ţá leitađ var, dag, nátt og kvöld
en nú brenna menn beint heim í hús
og brennivín teyga úr krús.
Viđlag:
:,:Ţví held ég á heiđar, međ tvo til reiđar
helsiđ er fariđ, og frelsi ég finn.
Áhyggjulaus, međ áfengi á vörum
ég ávarpa hópinn minn.:,:
MM
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.